breyting á deiliskipulagi vegna lóðanna nr. 88A, 90 og 92A við Hverfisgötu
Reitur 1.174.0, Landsbankareitur
Síðast Vísað til Skipulags- og samgönguráðs á fundi fyrir 6 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 647
1. september, 2017
Vísað til verkefnisstjóra
Fyrirspurn
Lögð fram umsókn T.ark, mótt. 29. ágúst 2017, varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.174.0, Landsbankareitur, vegna lóðanna nr. 88A, 90 og 92A við Hverfisgötu og 67A við Laugaveg. Í breytingunni felst m.a. að sameina lóðirnar að Hverfisgötu 88A og 90, gera kjallara undir Hverfisgötu 88A, fella niður kvöð um flutning hússins að Hverfisgötu 92 og þess í stað heimilt að rífa húsið og byggja nýtt, rífa Laugaveg 67A og endurbyggja í sinni upprunalegu mynd o.fl., samkvæmt uppdr. T.ark, dags. 28. ágúst 2017. Einnig er lagt fram minnisblað Batterísins Arkitekta ehf., dags. 22. ágúst 2017, varðandi sameiningu lóða Hverfisgötu 88A og 90 og umsögn Minjastofnunar Íslands, dags. 22. ágúst 2017, varðandi niðurrif og endurbyggingu Laugavegar 67A.
Svar

Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.