breyting á deiliskipulagi vegna lóðanna nr. 88A, 90 og 92A við Hverfisgötu
Reitur 1.174.0, Landsbankareitur
Síðast Vísað til Skipulags- og samgönguráðs á fundi fyrir 6 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 653
13. október, 2017
Vísað til verkefnisstjóra
Fyrirspurn
Lögð fram umsókn T.ark. Arkitekta ehf., mótt. 5. október 2017, varðandi breytinu á deiliskipulagi reits 1.174.0, Landbankareits, vegna lóðanna nr. 88A, 90 og 92A við Hverfisgötu og 67A við Laugaveg. Í breytingunni felst m.a. að sameina lóðirnar að Hverfisgötu 88A og 90, gera kjallara undir Hverfisgötu 88A, fella niður kvöð um flutning hússins að Hverfisgötu 92 og þess í stað heimilt að fjarlægja húsið og byggja nýtt, rífa Laugaveg 67A og endurbyggja í sinni upprunalegu mynd o.fl., samkvæmt uppdr. T.ark. Arkitekta ehf., dags. 28. ágúst 2017.
Svar

Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.
Vakin er athygli umsækjanda á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1193/2016.