breyting á deiliskipulagi vegna lóðanna nr. 88A, 90 og 92A við Hverfisgötu
Reitur 1.174.0, Landsbankareitur
Síðast Vísað til Skipulags- og samgönguráðs á fundi fyrir 6 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 569
15. janúar, 2016
Vísað til Skipulags- og samgönguráðs
Fyrirspurn
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Halldórs Eiríkssonar í umboði eigenda, dags. 29. júní 2015, um breytingu á deiliskipulagi reits 1.174.0, sem afmarkast af Vitastíg, Hverfisgötu, Barónsstíg og Laugavegi. Breytingin nær til allra lóða á reitnum og umtalsverðar breytingar verða gerðar á lóðarmörkum og nýtingarhlutföllum. Markmið hennar er að styrkja húsavernd og götumyndir eldri húsa á vesturhluta reitsins ásamt því að vernda götumynd Laugavegar í meira mæli en nú er. Samhliða því er uppbygging randbyggðs íbúðarhúsnæðis heimil á miðbiki og austari hluta reitsins umhverfis inngarða, skv. uppdráttum Tark, dags. 6. júlí 2015, breyttir 24. ágúst 2015. Tillagan var auglýst frá 5. október til og með 16. nóvember 2015. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Ath. Páll Eggerz, dags. 3. nóvember 2015 og Fortis lögmannsstofa f.h. Gullsmíðaverslunar Hjálmars Torfa ehf., dags. 13. nóvember 2015. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra á fundi skipulagsfulltrúa 20. nóvember 2015 og er nú lagt fram að nýju.
Svar

Vísað til umhverfis-og skipulagsráðs.