breyting á skilmálum deiliskipulags Brynjureits
Klapparstígur 29
Síðast Vísað til Skipulags- og samgönguráðs á fundi fyrir 6 árum síðan.
Aðilar sem vísað er í
Skipulagsfulltrúi nr. 678
27. apríl, 2018
Vísað til Skipulags- og samgönguráðs
Fyrirspurn
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Yrki arkitekta ehf. , dags. 27. júní 2017, varðandi breytingu á skilmálum deiliskipulags Brynjureits vegna lóðar nr. 29 við Klapparstíg. Í breytingunni felst að heimilað er að hafa veitingastað í flokki II á jarðhæð Klapparstígs 29, samkvæmt tillögu Yrki arkitekta ehf. , dags. 27. júní 2017. Tillagan var grenndarkynnt frá 10. júlí 2017 til og með 7. ágúst 2017. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Sigurður Örn Hilmarsson f.h. Klapparhorns ehf. og Réttar - Adalsteinsson &Partners ehf., dags. 4. ágúst 2017. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 21. ágúst 2017. Tillagan var grenndarkynnt frá 22. mars 2018 til og með 19. apríl 2018. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Réttur f.h. Volta ehf., Önnu Áslaugar R. Ragnar-Hoffmann og Hvanna ehf., eigenda 2-4 hæðar Klapparstígs 29, dags. 12. apríl 2018 og Réttur f.h. Klapparhorns og Réttar - Adalsteinsson & Partners ehf. 18. apríl 2018.
Svar

Vísað til umhverfis-og skipulagsráðs.

101 Reykjavík
Landnúmer: 101437 → skrá.is
Hnitnúmer: 10025792