stofnun lóðar
Klambratún (Flókagata 24)
Síðast Vísað til Skipulags- og samgönguráðs á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 854
28. janúar, 2022
Vísað til Skipulags- og samgönguráðs
Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 6. ágúst 2021 var lögð fram að nýju umsókn skrifstofu framkvæmda og viðhalds dags. 29. september 2020 um að gerð verði lóð í kringum grenndarstöð/djúpgáma sem verður staðsett inni á bílastæði Kjarvalsstaða að Klambratúni, samkvæmt uppdr. dags. 8. júní 2020. Tillagan var grenndarkynnt frá 16. júní 2021 til og með 4. ágúst 2021. Eftirtaldir sendu athugasemdir: Margrét Unnarsdóttir dags. 22. júní 2021, Veitur dags. 25. júní 2021, Jón Hálfdanarson dags. 1. júlí 2021, Gísli Gíslason f.h. Flókagötu 21, húsfélag dags. 14. júlí 2021, Jón Hálfdánarson dags. 29. júlí 2021, og Pétur Ástvaldsson og Elísabet Jónasdóttir að Flókagötu 23 dags. 4. ágúst 2021. Einnig er lagður fram tölvupóstur Péturs Ástvaldssonar og Elísabetar Jónasdóttur dags. 12. ágúst 2021 þar sem athugasemdir eru dregnar til baka. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju.
Svar

Vísað til skipulags- og samgönguráðs til afgreiðslu.