breyting á deiliskipulagi
Skógarhlíð
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 4 árum síðan.
Aðilar sem vísað er í
Skipulagsfulltrúi nr. 769
17. apríl, 2020
Samþykkt
Fyrirspurn
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulagi Skógarhlíðar vegna nýrra undirganga undir Litluhlíð og nýrra göngu- og hjólastíga meðfram Skógarhlíð. Jafnframt er aflagður göngustígur meðfram Bústaðarvegi, samkvæmt uppdrætti Arkþing - Nordic ehf. dags. 13. janúar 2020. Tillagan var auglýst frá 18. febrúar 2020 til og með 31. mars 2020. Eftirtaldir sendu athugasemdir/umsögn: Kristín Ása Einarsdóttir dags. 19. febrúar 2020, Bjarni Valur Guðmundsson dags. 25. febrúar 2020 og Landsamtök hjólreiðamanna dags. 31. mars 2020. Erindinu var vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 3. apríl 2020 og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 7. apríl 2020.
Svar

Samþykkt með vísan til a. liðar 2. gr. í viðauka 2.3 um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa nr. 1020/2019.

Landnúmer: 186079 → skrá.is
Hnitnúmer: 10122216