ósk um breytingu á skilmálum deiliskipulags
Hlíðarendi, reitur I
Síðast Vísað til verkefnisstjóra á fundi fyrir 1 ári síðan.
Aðilar sem vísað er í
Skipulagsfulltrúi nr. 535
17. apríl, 2015
Samþykkt
Fyrirspurn
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Valsmanna hf. dags. 20. janúar 2015 varðandi breytingu á skilmálum deiliskipulags Hlíðarenda. Í breytingunni felst að endurskilgreina útbygginga- og svalakvaðir, endurskilgreina kvaðir um fjölda uppdeildra húseininga o.fl., samkvæmt tillögu Alark arkitekta ehf. að greinargerð og skilmálum dags. 1. nóvember 2014 br. 10. janúar 2015. Tillagan var auglýst frá 2. mars til og með 13. apríl 2015. Engar athugasemdir bárust.
Svar

Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar