Gróðurhús
Úlfarsfell II
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 1 ári síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 418
9. nóvember, 2012
Annað
Fyrirspurn
Á fundi skipulagsstjóra 12. október 2012 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 2. október 2012 þar sem sótt er um leyfi til að byggja tækjaskýli, 15,1 ferm. og 46,8 rúmm. að stærð og reisa tvo 10 metra tréstaura vegna fjarskiptaþjónustu á lóð nr. 173282 á toppi Úlfarsfells. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra. Erindinu var vísað til umsagnar Póst- og fjarskiptastofnunar, Geislavarna ríkisins, Mosfellsbæjar, Flugmálastjórnar Íslands og Isavia ohf. og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn Flugmálastjórnar Íslands dags. 17. október 2012, umsögn Isavia ohf. dags. 17. október 2012, umsögn Geislavarna ríkisins dags. 1. nóvember 2012, umsögn Póst- og fjarskiptastofnunar um aðstöðu dags. 13. október og um byggingarleyfi fyrir sendistað dags. 29. október 2012 og bókun skipulagsnefndar Mosfellsbæjar dags. 31. október 2012.
Gjald kr. 8.500 + 3.978
Svar

Vísað til meðferðar lögfræði og stjórnsýslu

113 Reykjavík
Landnúmer: 191854 → skrá.is
Hnitnúmer: 10098010