skipulagslýsing vegna breytingu á aðalskipulagi
Kópavogur, Vatnsendahvarf-Vatnsendahæð
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 1 ári síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 888
13. október, 2022
Annað
Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 29. september 2022 var lagt fram bréf Kópavogsbæjar dags. 31. ágúst 2022 þar sem óskað er eftir umsögn skipulagsfulltrúa um tillögu að nýju deiliskipulagi Suðurlandsvegar í Kópavogi og Mosfellsbæ. Deiliskipulagstillagan nær til hluta Suðurlandsvegar frá Geithálsi vestan Hólmsár í Mosfellsbæ að tvíbreiðum hluta Suðurlandsvegar, austan Lögbergsbrekku. Í tillögunni er gert ráð fyrir að núverandi Suðurlandsvegur verði breikkaður til norðurs og verði samfelldur stofnvegur með tveimur akreinum í hvora akstursstefnu. Gert er ráð fyrir vegamótum við Geirland ásamt hliðarvegum/tengivegum í Lækjarbotnum, Gunnarshólma og Geirlandi. Markmið deiliskipulagsins er að auka þjónustustig samgangna á svæðinu og bæta umferðaröryggi. Kynningartíma lýkur kl. 13:00 þann 14. október nk. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 7. október 2022.
Svar

Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 7. október 2022 samþykkt.