breyting á deiliskipulag
Eggertsgata, stúdentagarðar
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 1 ári síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 865
22. apríl, 2022
Vísað til Skipulags- og samgönguráðs
Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 11. mars 2022 var lögð fram umsókn Félagsstofnunar stúdenta dags. 18. febrúar 2022 um breytingu á deiliskipulagi fyrir stúdentagarða að Eggertsgötu. Svæðið afmarkast af Suðurgötu til vesturs, Eggertsgötu til norðurs og byggð og opnu svæði til austurs og suðurs. Megin aðkoma að svæðinu er frá Eggertsgötu en einnig frá Suðurgötu. Breytingin gerir ráð fyrir nýrri viðbyggingu við leikskóla, þjónustu- og félagshúsi ásamt stækkun á hverfisverslun, samkvæmt greinargerð Arkþings/Nordic ehf. dags. 18. febrúar 2022 og deiliskipulags- og skýringaruppdr. Arkþing/Nordic ehf. ódags. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt fornleifaskrá og húsakönnun Borgarsögusafns Reykjavíkur, skýrsla nr. 220.
Svar

Vísað til skipulags- og samgönguráðs til afgreiðslu.
Komi til auglýsingar á breytingu deiliskipulagi, þarf umsækjandi áður að greiða skv. 7.5. gr. gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu nr. 1551/2021.