breyting á skilmálum deiliskipulagi
Kvosin, Landsímareitur
Síðast Vísað til Skipulags- og samgönguráðs á fundi fyrir 1 ári síðan.
Aðilar sem vísað er í
Skipulagsfulltrúi nr. 651
29. september, 2017
Vísað til verkefnisstjóra
Fyrirspurn
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn THG Arkitekta ehf. , mótt. 29. júní 2017, varðandi breytingu á deiliskipulagi Landsímareits. Breytingin felst í megin atriðum í því að borgarlandinu/lóðinni á milli lóðanna Vallarstrætis 4 og Aðalstrætis 7 er skipt upp á milli þeirra og lóðirnar stækkaðar sem því nemur og að leyfilegt verður að fjarlægja viðbyggingu frá 1967 við Landsímahúsið/Thorvaldsensstræti 6 og byggja hana í sömu mynd. Einnig er fallið frá kröfu um að opna skuli samkvæmissal (Nasa) út í Vallarstræti, bætt við skilmálum um bílstæði, ásamt ýmsum smærri breytingum og lagfæringum. Engar breytingar eru gerðar á stærðum og hæðum húsa og húshluta aðrar en núverandi kjallara Vallarstrætis 4 er bætt við, samkvæmt uppdr. THG Arkitekta ehf. , dags. 3. júlí 2017. Tillagan var auglýst frá 4. ágúst 2017 til og með 21. september 2017. Eftirtaldir aðilar sendi inn athugasemdir: Steinunn Steinars, dags. 24. ágúst 2017, Guðrún Helgadóttir, dags. 5. september 2017, Ragnhildur Benediktsdóttir f.h. Kirkjugarðaráðs, dags. 8. september 2017, Marínó Þorsteinsson f.h. Sóknarnefndar Dómkirkjunnar, dags. 11. september 2017, Bolli Héðinsson, dags. 14. september 2017, Helgi Þorláksson f.h. BIN hóps, dags. 13. september 2017 og Ragnar Aðalsteinsson hrl. f.h. 5 aðila, dags. 21. september 2017. Einnig er lögð fram umsögn Minjastofnunar Íslands, dags. 15. september 2017.
Svar

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.