breyting á skilmálum deiliskipulagi
Kvosin, Landsímareitur
Síðast Vísað til Skipulags- og samgönguráðs á fundi fyrir 1 ári síðan.
Aðilar sem vísað er í
Skipulagsfulltrúi nr. 731
7. júní, 2019
Engar athugasemdir
Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 25. maí 2019 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 21. maí 2019 þar sem sótt er um leyfi til að breyta erindi BN053964 þannig að inngangar eru færðir, gluggum og hurðum jarðhæðar að Fógetagarði og Kirkjustræti er breytt, burðarvirki og innra skipulagi í kjallara og á 1. hæð er breytt, innréttað "spa" í kjallara, kjallari undir Thorvaldsenstræti 2 er steyptur upp og klæddur steinskífum, gerð ný flóttaleið frá 7. hæð inn í stigahús á 4. hæð og gluggum að Vallarstræti er breytt í hóteli á lóð nr. 2 við Thorvaldssensstræti. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 7. júní 2019.
Erindi fylgir umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 23. apríl 2019.
Gjald kr. 11.200
Svar

Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið sbr. umsögn skipulagsfulltrúa dags. 7. júní 2019.