framkvæmdaleyfi
Hraunbær 103A
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 3 árum síðan.
Aðilar sem vísað er í
Skipulagsfulltrúi nr. 699
21. september, 2018
Samþykkt að grenndarkynna
Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 7. september 2018 var lögð fram umsókn Kristins Ragnarssonar dags. 13. ágúst 2018 varðandi breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina nr. 103A við Hraunbæ. Í breytingunni felst hækkun á nýtingarhlutfalli ofanjarðar úr 1.7 í 1.8, fjölgun bílastæða úr 22 stæðum í 28 o.fl., samkvæmt uppdr. Kristins Ragnarssonar dags. 12. september 2018.
Svar

Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu að óverulegri breytingu á deiliskipulagi fyrir hagsmunaaðilum að Hraunbæ 69, 71, 73, 75, 77, 79, 81, 83, 85, 87, 89, 91, 93, 95, 97, 99, 101, 103 og 105.
Vakin er athygli á að umsækjandi þarf að greiða fyrir grenndarkynningu áður en kynning fer fram samkv. 7.6. gr. sjá gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1193/2016.