breyting á deiliskipulagi
Templarasund 3
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 6 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 340
4. mars, 2011
Annað
Fyrirspurn
Á fundi skipulagsstjóra 18. febrúar 2011 var lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 15. febrúar 2011 þar sem spurt er hvort leyft yrði að stækka 4. hæð Kirkjuhvols um 18,3 ferm., koma fyrir lyftu, innrétta 10 hótelíbúðir á 2. 3. og 4. hæð í því húsi, einnig að breyta tveimur íbúðum í hótelíbúðir á 3. hæð húss nr. 3 við Templarasund. Erindinu var vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra svæðisins og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 2. mars 2011
Erindi fylgir minnisblað um brunavarnir frá verkfræðistofunni Mannvit dags. 9. febrúar 2011.
Svar

Ekki eru gerðar athugasemdir við innréttingu hótelíbúða en ekki er fallist á stækkun hússins með vísan til umsagnar skipulagsstjóra.