breyting á deiliskipulagi
Reitur 1.254, Kennaraskóli - Bólstaðahlíð
Síðast Vísað til Skipulags- og samgönguráðs á fundi fyrir 6 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 558
16. október, 2015
Vísað til Skipulags- og samgönguráðs
Fyrirspurn
Lögð fram lýsing umhverfis- og skipulagssviðs dags. 18. mars 2015 samkv. 1. mgr. 40. grein skipulagslaga nr. 123/2010 varðandi uppbyggingu á hluta af þróunarsvæði 33 í Aðalskipulagi Reykjavíkur, deiliskipulagi reits 1.254, Kennaraháskóli, Einnig er lögð fram umsögn Skipulagsstofnunar dags. 15.apríl 2015. Lögð fram umsögn hverfisráðs Hlíða, dags. 26. maí 2015. Lagðar fram athugasemdir sem bárust: Magnús V. Guðlaugsson, dags. 8. maí, Björn J. Björnsson, dags. 20. maí, Tryggvi Thorsteinsson, dags. 24. maí, Marín Hrafnsdóttir, dags. 25. maí og Ásgeir Beinteinsson, dags. 28. maí 2015. Einnig er lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa, að deiliskipulagi reits 1.254, Kennaraháskólinn. Í tillögunni felst uppbygging á hluta núv. lóðar Kennaraháskóla Íslands fyrir byggingu 50 íbúða fyrir eldri borgara og allt að 100 íbúða fyrir námsmenn. Auk þess sem skilgreindar verða upp á nýtt byggingarheimildir fyrir lóð Kennaraháskóla Íslands.
Svar

Vísað til umhverfis-og skipulagsráðs