bókun áheyrnarfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina og hverfisráðs Grafarvogs
Geldinganes, grjótnám
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 7 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 620
10. febrúar, 2017
Annað
Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 22. desember 2016 var lögð fram fundargerð hverfisráðs Grafarvogs frá 13. desember 2016 vegna eftirfarandi bókunar áheyrnarfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina (liður nr. 2 í fundargerð): "Geldinganesið væri best að byggja upp sem hverfahluta við Grafarvoginn enda á við hálfan Grafarvoginn að stærð. Nú þegar þörf er á fleirum íbúðum og húsnæðum fyrir uppalda Grafarvogsbúa, s.s. minni og stærri rað- og parhús fyrir fjölskyldur sem hafa hafið sína fyrstu fjölskylduuppbyggingu í fjölbýlishúsum hverfisins og eru nú komin í þá fjölskyldustærð að stærri húsnæði þurfi til. Grjótnám úr miðju mögulegu framtíðar íbúðahverfi er ekki endilega það besta fyrir framtíð Geldinganessins. Eftirfarandi bókun var gerð af hverfisráði Grafarvogs: "Hverfisráð Grafarvogs óskar eftir upplýsingum um framtíðaráform um Geldinganes, grjótnám og hugsanlega íbúðabyggð." Einnig lögð fram umsögn skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 27. janúar 2017.
Svar

Kynna formanni umhverfis- og skipulagsráðs.