breyting á deiliskipulagi
Suður Mjódd
Síðast Vísað til Skipulags- og samgönguráðs á fundi fyrir 2 vikum síðan.
Aðilar sem vísað er í
Skipulagsfulltrúi nr. 846
19. nóvember, 2021
Vísað til Skipulags- og samgönguráðs
Fyrirspurn
Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulagi Suður Mjóddar vegna lóðanna nr. 2D, 4 og 6 við Álfabakka. Í breytingunni felst breytt lega götunnar Álfabakka á stuttum kafla við lóðirnar nr. 4 og 6 auk stækkunar á miðlunartjörn Veitna. Jafnframt sökum þess þarf að minnka lóðirnar Álfabakka 2d og 4 og þannig fækka heildarbyggingarmagni á þeim lítillega. Á lóð Álfabakka 6 er innkeyrsla fyrir lóð færð vestar auk þess sem heildarbyggingarmagn A- og B-rýmis minnkar. Aðrar minni breytingar skv. tillögu má sjá á uppdrætti Storð teiknistofu dags. 16. nóvember 2021.
Svar

Vísað til skipulags- og samgönguráðs.