(fsp) breyting á deiliskipulagi
Vatnagarðar 28
Síðast Synjað á fundi fyrir 7 árum síðan.
Aðilar sem vísað er í
Skipulagsfulltrúi nr. 558
16. október, 2015
Samþykkt að grenndarkynna
Fyrirspurn
Á fundi skipulagsfulltrúa 25. september 2015 var lögð fram umsókn Arkís arkitekta f.h. Xco ehf., dags. 23. september 2015 um breytingu á deiliskipulagi Vatnagarða 4-28 vegna lóðar nr. 28 skv. uppdrætti Arkís, dags. 14. september 2015. Sótt er um að koma fyrir nýjum byggingareit á lóðinni og auka byggingamagn. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju.
Svar

Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Vatnagörðum 26, Sæviðarsund 2, 4, 6 og 8 og Kleppsvegi 118, 120 og 120a.
Vakin er athygli umsækjanda á að greiða þarf fyrir grenndarkynningu í samræmi við gr. 8.1 í Gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg 1111/2014. Gögn verða ekki grenndarkynnt fyrr en greiðsla hefur borist.

104 Reykjavík
Landnúmer: 103926 → skrá.is
Hnitnúmer: 10025360