breyting á deiliskipulagi
Bólstaðarhlíð 20
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 774
25. maí, 2020
Vísað til verkefnisstjóra
Fyrirspurn
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Hermanns Georgs Gunnlaugssonar dags. 12. febrúar 2020 ásamt bréfi dags. 12. febrúar 2020 varðandi breytingu á deiliskipulagi fyrir lóð nr. 20 við Bólstaðarhlíð, Ísaksskóli. Í breytingunni felst að skilgreina byggingarreit fyrir battavöll á lóð sem er 20 x 13 metrar ásamt því að hækka núverandi girðingu á auðausturhorni lóðar, samkvæmt uppdr. Teiknistofunnar Storð ehf. dags. 12. febrúar 2020. Tillagan var grenndarkynnt frá 21. apríl 2020 til og með 19. maí 2020. Eftirtaldir sendu athugasemdir: Hermann Jónasson dags. 17. maí 2020 og Ingibjörg Halldórsdóttir dags. 18. maí 2020.
Svar

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

105 Reykjavík
Landnúmer: 103628 → skrá.is
Hnitnúmer: 10008421