breyting á deiliskipulagi
Klettagarðar 8-10
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 4 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 716
15. febrúar, 2019
Samþykkt að grenndarkynna
Fyrirspurn
KÁ embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 8. febrúar 2019 var lögð fram umsókn Sveinbjörns Jónssonar dags. 29. janúar 2019 varðandi breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina nr. 8-10 við Klettagarða. Í breytingunni felst að stækka byggingarreit fyrir áfanga 2 um 3 metra til norðausturs í átt að lóðarmörkum við Skarfagarða annarsvegar og fá nýjan 60 fm. byggingarreit við norðausturhorn núverandi húsnæðis, samkvæmt uppdr. Möndull verkfræðistofu ehf. dags. 14. febrúar 2019. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Svar

Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Klettagörðum 6, 12 og Skarfagörðum 2, 4, 8.
Vakin er athygli á að erindið fellur undir gr. 7.6 í gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg 1231/2018. Grenndarkynning hefst þegar greitt hefur verið fyrir grenndarkynningu.

104 Reykjavík
Landnúmer: 192062 → skrá.is
Hnitnúmer: 10066877