breyting á deiliskipulagi
Blikastaðavegur 2-8
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 346
15. apríl, 2011
Annað
Fyrirspurn
Lögð fram eftirfarandi tillaga Sjálfstæðisflokksins;
"Með tilliti til breyttra aðstæðna verði umferðarskipulag Blikastaðavegar endurskoðað með það fyrir augum að koma á vegtengingu til bráðabirgða á milli Víkurvegar og Blikastaðavegar 2-8, Korputorgs. Tilgangurinn er að auka hagræði og bæta þjónustu á svæðinu. Haft verði að leiðarljósi eftirfarandi:
-Að hægt verði að halda kostnaði við framkvæmdina í lágmarki.
-Að lausnin verði vistvæn og hafi óveruleg áhrif á umferðarflæðið í Grafarvogi að öðru leyti.
-Að meðfram nýrri vegtengingu verði gert ráð fyrir gangandi og hjólandi umferð.
-Að ekki verði stefnt að sérstakri tengingu við Vesturlandsveg í tengslum við þetta.
-Að leitað verði ráða hjá íbúum og samtökum þeirra auk atvinnufyrirtækja á svæðinu.
Skipulagsráð felur skipulagsstjóra að leita lausna í framangreindum tilgangi. Hann hafi frumkvæði að því að stofnað verði samstarfsteymi skipulagssviðs og umhverfis- og samgöngusvið með þetta að markmiði. Verði gerð tillaga um breytingar á umferðarskipulagi í framhaldi af vinnu sviðanna mun það leiða til breytinga á aðal- og deiliskipulagi svæðisins. Niðurstöðum verði skilað til skipulagsráðs eigi síðar en 1. júní nk."
Svar

Vísað til umsagnar hjá verkefnisstjórum endurskoðunar Aðalskipulags Reykjavíkur.