framkvæmdaleyfi
Grensásvegur
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 8 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 578
18. mars, 2016
Samþykkt
Fyrirspurn
Lögð fram umsókn skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, mótt. 2. mars 2016, um framkvæmdaleyfi vegna breytinga á Grensásvegi frá Miklubraut að Bústaðavegi auk breytinga á gatnamótum við Grensásveg sem felst í að fækka akreinum götunnar niður í eina í hvora átt, malbikaðir hjólastígar eru lagðir samsíða götunni báðum megin og gangstéttar og götulýsing eru endurnýjuð, samkvæmt uppdr. verkfræðistofunnar Eflu og umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 15. febrúar 2016. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 18. mars 2016.
Svar

Samþykkt að gefa út framkvæmdaleyfi með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 18. mars 2016.
Vísað til skrifstofu sviðsstjóra til útgáfu framkvæmdaleyfis.
Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir útgáfu framkvæmdaleyfis skv. gr. 5.2 í . gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1111/2014