Fimm hæða fjölbýlishús
Njálsgata 60
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Aðilar sem vísað er í
Skipulagsfulltrúi nr. 802
18. desember, 2020
Samþykkt
Fyrirspurn
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Sigurðar Hallgrímssonar dags. 30. október 2020 varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.190.3, Njálsgötureits, vegna lóðarinnar nr. 60 við Njálsgötu. Í breytingunni felst að ekki verður kjallari undir húsinu, hámarksfjöldi íbúða verður 8, bygging á eystri hluta reits verður 4 hæðir og ris, bygging á vestari hluta reits verður 3 hæðir og ris, inngangur verður frá sundi milli Njálsgötu 60 og 58, svalir mega ná 1,6 m út fyrir byggingarreit til suðurs og lyftuhús má ganga upp úr þaki, samkvæmt uppdr. Arkþing/Nordic ehf. dags. 30. október 2020. Tillagan var grenndarkynnt frá 18. nóvember 2020 til og með 16. desember 2020. Engar athugasemdir bárust.
Svar

Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.

101 Reykjavík
Landnúmer: 102444 → skrá.is
Hnitnúmer: 10023429