breyting á deiliskipulagi vegna Arnarbakka
Breiðholt I, Bakkar
Síðast Vísað til Skipulags- og samgönguráðs á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 767
27. mars, 2020
Vísað til Skipulags- og samgönguráðs
Fyrirspurn
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga skrifstofu framkvæmda og viðhalds varðandi breytingu á deiliskipulagi Breiðholts 1. Í breytingunni felst að færa núv. grenndarstöð sem er á bílastæði samsíða Arnarbakka á núverandi snúningshaus við Leirubakka, samkvæmt uppdr. Hornsteina arkitekta ehf. dags. 6. janúar 2020. Tillagan var auglýst frá 30. janúar 2020 til og með 12. mars 2020. Eftirtaldir sendu athugasemdir/umsögn: Ólafur Gylfason dags. 4. febrúar 2020, Helgi Kristófersson dags. 5. febrúar 2020, íbúaráð Breiðholts dags. 4. mars 2020 og Helgi Kristófersson dags. 12. mars 2020 ásamt undirskriftalista 60 aðila við Leirubakka. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 20. mars 2020 og er nú lagt fram að nýju.
Svar

Vísað til skipulags- og samgönguráðs.