breyting á deiliskipulagi
Vesturbæjarsundlaug
Síðast Vísað til Skipulags- og samgönguráðs á fundi fyrir 1 ári síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 779
26. júní, 2020
Annað
Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 5. júní 2020 var lögð fram fyrirspurn Vigfúsar Halldórssonar dags. 10. febrúar 2020 um breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 54 við Hofsvallagötu sem felst í stækkun á núverandi veitingastað á lóð nr. 54 við Hofsvallagötu til að koma fyrir salernisaðstöðu fyrir viðskiptavini, samkvæmt uppdr. Vigfúsar Halldórssonar dags. 7. desember 2019, en í dag er einungis salernisaðstaða fyrir starfsfólk. Einnig er lagður fram tölvupóstur Vigfúsar Halldórssonar dags. 11. febrúar 2020. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar ÍTR og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn ÍTR dags. 24. júní 2020. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 26. júní 2020.
Svar

Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 26. júní 2020 samþykkt.