breyting á deiliskipulagi
Vesturhöfnin, Grandagarður 20 og Norðurgarður 1
Síðast Vísað til Skipulags- og samgönguráðs á fundi fyrir 7 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 580
8. apríl, 2016
Samþykkt
Fyrirspurn
Á fundi skipulagsfulltrúa 1. apríl 2016 var lögð fram fyrirspurn Faxaflóahafna sf., mótt. 17. mars 2016, varðandi breytingu á deiliskipulagi Vesturhafnar sem felst í stækkun á byggingarreit A á lóð nr. 1 við Norðurgarð við norðvesturhlið hússins þar sem gert er ráð fyrir nýju anddyri, fækkun og breytingu á fyrirkomulagi bílastæða á lóð nr. 20 við Grandagarð og tilfærsla á byggingarreit lóðarinnar nr. 37B við Fiskislóð, samkvæmt uppdr. Teiknistofu Gylfa Guðjónssonar og félaga ehf., dags. 14. mars 2016. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 8. apríl 2016.
Svar

Jákvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 8. apríl 2016.