breyting á deiliskipulagi
Vesturhöfnin, Grandagarður 20 og Norðurgarður 1
Síðast Vísað til Skipulags- og samgönguráðs á fundi fyrir 7 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 475
17. janúar, 2014
Annað
Fyrirspurn
Á fundi skipulagsfulltrúa 10. janúar 2014 var lögð fram umsókn Faxaflóahafna dags. 8. janúar 2014 varðandi breytingu á deiliskipulagi Vesturhafnar vegna lóðanna nr. 1, 2, 3, 4, 5, 6, 7 og 8 við Djúpslóð. Í breytingunni felst að breyta nafni götunnar Djúpslóð í Fiskislóð, sameina lóðirnar nr. 1, 3 og 5 við Djúpslóð (Fiskislóð 33) og hækka nýtingarhlutfall lóðarinnar úr 0,5 í 1,0 og skilgreina lóð nr. 2 við Djúpslóð (Fiskislóð 42) fyrir hafnsækna starfssemi, samkvæmt uppdr. Faxaflóahafna dags. 6. janúar 2014. Umsókninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju.
Svar

Kynna formanni umhverfis- og skipulagsráðs.