breyting á deiliskipulagi
Vesturhöfnin, Grandagarður 20 og Norðurgarður 1
Síðast Vísað til Skipulags- og samgönguráðs á fundi fyrir 7 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 583
29. apríl, 2016
Vísað til Skipulags- og samgönguráðs
Fyrirspurn
Lögð fram umsókn Faxaflóahafna sf., mótt. 14. apríl 2016, varðandi breytingu á deiliskipulagi Vesturhafnar vegna lóðanna nr. 37B við Fiskislóð, 20 við Grandagarð og 1 við Norðurgarð. Í breytingunni felst færsla á byggingarreit lóðar nr. 37B Fiskislóð um 4 metra til suðurs vegna legu fráveitulagna OR, fækkun bílastæða á lóð nr. 20 við Grandagarð úr 56 í 37 og stækkun á byggingarreitur A á lóð nr. 1 við Grandagarð við norðvestur hlið hússins þar sem gert er ráð fyrir nýju anddyri, samkvæmt uppdr. Teiknistofu arkitekta Gylfa Guðjónssonar og félaga, dags. 1. apríl 2016. Einnig er lagt fram samþykki HB Granda hf., ódags.
Svar

Vísað til umhverfis-og skipulagsráðs.
Umsækjanda er bent á að greiðsla þarf að berast embættinu, sbr. 7.6. gr., sjá gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1111/2015, áður en breytingin verður birt í B- deild Stjórnartíðinda.