breyting á deiliskipulagi
Spöngin eining G, Spöngin 3-5/Móavegur 2 og 4
Síðast Vísað til Skipulags- og samgönguráðs á fundi fyrir 3 árum síðan.
Aðilar sem vísað er í
Skipulagsfulltrúi nr. 638
23. júní, 2017
Annað
Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 3. mars 2017 var lögð fram fyrirspurn Bjargs íbúðafélags hses., mótt. 23. janúar 2017, varðandi breytingu á deiliskipulagi Spangarinnar einingu G vegna lóðanna nr. 3-5 við Spöngina og 2 og 4 við Móaveg sem felst í fjölgun íbúða í allt að 160 stk., samkvæmt tillögu Yrki arkitekta ehf. , dags. 8. nóvember 2016, og fækkun bílastæða í kjallara og koma fyrir fleiri bílastæðum ofanjarðar. Fyrirspurninni var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 23. júní 2017.
Svar

Ekki eru gerðar athugasemdir við að umsækjandi láti vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við erindið, á eigin kostnað sbr. umsögn skipulagsfulltrúa dags. 23. júní 2017.