breyting á deiliskipulagi
Spöngin eining G, Spöngin 3-5/Móavegur 2 og 4
Síðast Vísað til Skipulags- og samgönguráðs á fundi fyrir 3 árum síðan.
Aðilar sem vísað er í
Skipulagsfulltrúi nr. 639
30. júní, 2017
Vísað til Skipulags- og samgönguráðs
Fyrirspurn
Lögð fram umsókn Yrki arkitekta ehf. , mótt. 21. júní 2017, varðandi breytingu á deiliskipulagi Spangarinnar einingu G vegna lóðanna nr. 3-5 við Spöngina og 2 og 4 við Móaveg. Í breytingunni felst að fjölga íbúðum í 130 íbúðir (eða allt að 156 íbúðir miðað við vikmörk + 20%) og felld út heimild til að byggja verslunar- og þjónustuhúsnæði á lóðinni, formi og stærð byggingarreita er breytt lítillega, þakgörðum efri hæða fækkað og breidd svalaganga minnkuð, bílastæðaskilmálum er breytt, bílakjallari minnkaður og fjöldi bílastæða ofanjarðar er aukinn og fyrirkomulag sorpgeymsla er breytt þannig að í stað djúpgáma eru hefðbundin sorpskýli á lóð, samkvæmt uppdr. Yrki arkitekta ehf. , dags. 21. júní 2017.
Svar

Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs.
Vakin er athygli á að erindið fellur undir GJALDSKRÁ vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1193/2016