breyting á deiliskipulagi
Spöngin eining G, Spöngin 3-5/Móavegur 2 og 4
Síðast Vísað til Skipulags- og samgönguráðs á fundi fyrir 3 árum síðan.
Aðilar sem vísað er í
Skipulagsfulltrúi nr. 599
26. ágúst, 2016
Samþykkt
Fyrirspurn
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga Yrki arkitekta að breytingu á deiliskipulagi reitsins, dags. 22. júní 2016. Breytingin felst í megin atriðum í því að allur götureiturinn er skipulagður sem ein lóð í stað þriggja lóða áður. Lagt er til breytt fyrirkomulag byggðarinnar, 1-4 hæða byggingar raðast í kringum inngarð. Heimild er fyrir allt að 120 íbúðum og verslun- og þjónustu austast næst Spönginni: Gildandi deiliskipulag reiknar með tveimur íbúðarhúsalóðum með 35 íbúðum að Móavegi 2 og 4 og skipulagi er frestað í Spönginni 3-5. Tillagan var auglýst frá 13. júlí til og með 24. ágúst 2016. Engar athugasemdir bárust.
Svar

Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.