breyting á deiliskipulagi
Norðurbrún 2
Síðast Samþykkt að grenndarkynna á fundi fyrir 1 ári síðan.
Aðilar sem vísað er í
Skipulagsfulltrúi nr. 881
25. ágúst, 2022
Annað
Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 14. júlí 2022 var lögð fram fyrirspurn Bjarna Ingimarssonar f.h. Landssambands slökkvilið/sjúkrafl. dags. 1. júní 2022 ásamt bréfi dags. 1. júní 2022 um breytingu á notkun rýmis merkt 201-7615 í húsinu á lóð nr. 2 við Norðurbrún úr verslunar- og þjónusturými í skrifstofurými. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 18. ágúst 2022.
Svar

Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 18. ágúst 2022 samþykkt. Ekki eru gerðar athugasemdir við að fyrirspyrjandi láti vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við erindið, á eigin kostnað.
Tillagan verður grenndarkynnt þegar hún berst.

104 Reykjavík
Landnúmer: 104191 → skrá.is
Hnitnúmer: 10024179