breyting á deiliskipulagi
Norðurbrún 2
Síðast Samþykkt að grenndarkynna á fundi fyrir 1 ári síðan.
Aðilar sem vísað er í
Skipulagsfulltrúi nr. 679
4. maí, 2018
Annað
Fyrirspurn
Lögð fram fyrirspurn THG Arkitekta ehf. dags. 29. janúar 2018 ásamt greinargerð dags. 29. janúar 2018 um breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina nr. 2 við Norðurbrún sem felst m.a. í að fjarlægja núverandi verslunarhús og byggja nýbyggingu á tveimur hæðum með allt að 8 íbúðum sem eru á bilinu 50-100 fermetrar að stærð bæði á jarðhæð og 2. hæð með aðgengi að stigahúsi, þá er horfið frá stóru verslunarrými á jarðhæð, þess í stað er gert ráð fyrir minni einingu fyrir bakarí, ísbúð eða aðra verslun/veitingastað, samkvæmt tillögu THG Arkitekta ehf. dags. 18. janúar 2018. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 9. febrúar 2018 og breytt tillaga THG Arkitekta ehf. dags 30. apríl 2018. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 4. maí 2018
Svar

Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 4. maí 2018 samþykkt.

104 Reykjavík
Landnúmer: 104191 → skrá.is
Hnitnúmer: 10024179