breyting á deiliskipulagi
Norðurbrún 2
Síðast Samþykkt að grenndarkynna á fundi fyrir 1 ári síðan.
Aðilar sem vísað er í
Skipulagsfulltrúi nr. 643
28. júlí, 2017
Vísað til verkefnisstjóra
Fyrirspurn
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn THG arkitekta ehf. , mótt. 24. janúar 2017, varðandi breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina nr. 2 við Norðurbrún. Í breytingunni felst að hækka húsið um tvær inndregnar hæðir og breyta notkun hússins úr verslunarhúsnæði í atvinnuhúsnæði með íbúðum, allt að 30-90 m2 að stærð, samkvæmt uppdr. THG arkitekta ehf. , dags. 16. maí 2017, fjöldi íbúða yrði samtals 8 íbúðir. Einnig er lagt fram skuggavarp dags.. 16. maí 2017. Tillagan var auglýst frá 13. júní til til og með 25. júlí 2017. Eftirtaldir sendu athugasemdir: Haukur Gunnarsson og Una N. Svane, dags. 18. júlí 2017, Bjarni Pálmason og Steinunn Erla Thorlacius, dags. 19. júlí 2017, 17 íbúar að Norðurbrún 4-6, 8-10, 12-14 og 20, dags. 22. júlí 2017 og Hekla Jósepsdóttir, dags. 24. júlí 2017. Einnig er lögð fram umsögn hverfisráðs Laugardals, dags. 30. júní 2017.
Svar

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

104 Reykjavík
Landnúmer: 104191 → skrá.is
Hnitnúmer: 10024179