breyting á deiliskipulagi
Bústaðavegur 151-153
Síðast Vísað til Skipulags- og samgönguráðs á fundi fyrir 1 ári síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 649
14. september, 2017
Vísað til Skipulags- og samgönguráðs
Fyrirspurn
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga Landslags ehf. og Arkís arkitekta ehf. , dags. 26. júní 2017, að deiliskipulagi fyrir svæðið Þ59 Sprengisandur. Í tillögunni felst uppbygging atvinnuhúsnæðis á þremur lóðum þar sem nú er Bústaðavegur 151. Einnig eru lögð fram minnisblöð verkfræðistofunnar Eflu, dags. 20. febrúar 2017, varðandi hljóðvist og 23. febrúar 2017, varðandi umferðarreikninga og húsakönnun Landslags, dags. 15. maí 2017. Tillagan var auglýst frá 14. júlí 2017 til og með 25. ágúst 2017. Eftirtaldir sendu inn athugasemdir: Ægir Burknason, dags. 21. júlí 2017, Svavar Freyr Ástvaldsson, dags. 20. og 25. júlí 2017, Haukur Sigurðsson, dags. 26. júlí 2017, Baldvin Einarsson, dags. 24. ágúst 2017, Eiríkur Grímsson og Steinunn M. Guðjónsdóttir, dags. 24. ágúst 2017 og Jón Magnússon og Bryndís Bjarnadóttir, dags. 25., ágúst 2017. Að loknum athugasemdarfresti barst athugasemd frá Þuríði Gísladóttur, dags. 28. ágúst 2017. Einnig er lagt fram bréf Þjónustumiðstöðvar Laugardals og Háaleitis f.h. Hverfisráðs Háaleitis og Bústaða, dags. 23. ágúst 2017, þar sem óskað er eftir framlengingu á athugasemdarfresti. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 1. september 2017 og er nú lagt fram að nýju.
Svar

Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs.

108 Reykjavík
Landnúmer: 108439 → skrá.is
Hnitnúmer: 10008981