breyting á deiliskipulagi
Bústaðavegur 151-153
Síðast Vísað til Skipulags- og samgönguráðs á fundi fyrir 1 ári síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 751
14. nóvember, 2019
Samþykkt að grenndarkynna
Fyrirspurn
Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa, að breytingu á deiliskipulagi Bústaðavegar 151-153. Í breytingunni felst að skipulagssvæðið stækkar til norðurs inn á svæði við lóðarmörk Ásenda og afreinar frá Miklubraut að Reykjanesbraut, uppsetningu hljóðveggs meðfram afrein akandi umferðar frá Miklubraut að Reykjanesbraut, lega göngu- og hjólastígs norðan hitaveitustokks og vestan lóðar við Bústaðaveg 151D breytist og lega göngu- og hjólastígs hækkar í landi milli eystri lóðarmarka Ásenda og afreinar frá Miklubraut að Reykjanesbraut vegna rafstrengs sem liggur í jörðu undir stígunum, samkvæmt uppdr. Arkís arkitekta og Landslags dags. 7. nóvember 2019. Einnig er lögð fram hljóðvistarskýrsla Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen hf. dags. í febrúar 2005 og hljóðkort (dynlínukort) Mannvits dags. í nóvember 2019.
Svar

Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu að óverulegri breytingu á deiliskipulagi fyrir hagsmunaaðilum að Ásenda 1, 3, 5, 7, 9, 11, 13, 15, 17 og 19 og Tunguvegi 1 og 8 og Rauðagerði 53.
Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir grenndarkynningu áður en kynning fer fram samkv. 7. 6.gr. gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1231/2018.

108 Reykjavík
Landnúmer: 108439 → skrá.is
Hnitnúmer: 10008981