breyting á deiliskipulagi
Bústaðavegur 151-153
Síðast Vísað til Skipulags- og samgönguráðs á fundi fyrir 1 ári síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 759
24. janúar, 2020
Annað
Fyrirspurn
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa, að breytingu á deiliskipulagi Bústaðavegar 151-153. Í breytingunni felst að skipulagssvæðið stækkar til norðurs inn á svæði við lóðarmörk Ásenda og afreinar frá Miklubraut að Reykjanesbraut, uppsetningu hljóðveggs meðfram afrein akandi umferðar frá Miklubraut að Reykjanesbraut, lega göngu- og hjólastígs norðan hitaveitustokks og vestan lóðar við Bústaðaveg 151D breytist og lega göngu- og hjólastígs hækkar í landi milli eystri lóðarmarka Ásenda og afreinar frá Miklubraut að Reykjanesbraut vegna rafstrengs sem liggur í jörðu undir stígunum, samkvæmt uppdr. Arkís arkitekta og Landslags dags. 7. nóvember 2019. Einnig er lögð fram hljóðvistarskýrsla Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen hf. dags. í febrúar 2005 og hljóðkort (dynlínukort) Mannvits dags. í nóvember 2019. Tillagan var grenndarkynnt frá 21. nóvember 2019 til og með 19. desember 2019. Eftirtaldir sendu athugasemdir/umsögn: Veitur dags. 26. nóvember 2019. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 17. janúar 2020 og er nú lagt fram að nýju ásamt tölvupósti skrifstofu framkvæmda og viðhalds dags. 24. janúar 2020 þar sem umsókn er dregin til baka.
Svar

Umsóknin dregin til baka með vísan til tölvupósts skrifstofu framkvæmda og viðhalds dags. 24. janúar 2020.

108 Reykjavík
Landnúmer: 108439 → skrá.is
Hnitnúmer: 10008981