breyting á deiliskipulagi
Bústaðavegur 151-153
Síðast Vísað til Skipulags- og samgönguráðs á fundi fyrir 1 ári síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 683
1. júní, 2018
Vísað til Skipulags- og samgönguráðs
Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 18. maí 2018 var lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa, að breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðirnar nr. 151 og 153 við Bústaðaveg. Deiliskipulagtillagan sýnir færslu stofnveituhitalagnar gegnum reitinn 5 metra til suðurs sem hliðrar lóðarmörkum og byggingarreitum lóða nr. 151B og 151C sem því nemur. Lega stíga- og getnakerfis svæðisins hefur verið hannað frekar og hliðrað óverulega til. Aðkomuleið að lóðum var framlengd til norður um 10 m svo stórir bílar geti athafnað sig á svæðinu næst nr. 151D. Aðkomuleið akandi umferðar að veitingastað á lóð nr. 153 var færð inn á lóð 151A sem minnkar, en við það er þörf á að fjarlæga helming af núverandi hesthúsum Fáks á lóðinni, samkvæmt uppdr. ARKÍS arkitekta ehf. og Landslags ehf. dags. 31. maí 2018. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn Borgarsögusafns Reykjavíkur dags. 30. maí 2018.
Svar

Vísað til umhverfis-og skipulagsráðs
Komi til auglýsingar á breytingu deiliskipulagi, þarf umsækjandi áður að greiða skv. 7.5. gr. gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu nr. 1193/2016.

108 Reykjavík
Landnúmer: 108439 → skrá.is
Hnitnúmer: 10008981