Breytingar
Lyngháls 7
Síðast Engar athugasemdir á fundi fyrir 5 árum síðan.
Aðilar sem vísað er í
Skipulagsfulltrúi nr. 658
17. nóvember, 2017
Vísað til Skipulags- og samgönguráðs
Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 27. október 2017 var lögð fram umsókn Arkís arkitekta ehf. f.h. Gæðabaksturs ehf. mótt. 23. október 2017 varðandi breytingu á deiliskipulagi Hálsahverfis vegna lóðarinnar nr. 7 við Lyngháls. Breytingin felst meðal annars í hækkun á nýtingarhlutfalli lóðar, gerður er nýr byggingarreitur fyrir opinn tveggja hæða bílastæðapall sunnan megin við núverandi byggingarreit og að aðkomum frá Lynghálsi er breytt. Einnig að heimilt verði að staðsetja ýmis óveruleg mannvirki utan byggingarreits og yfir hámarkshæð svo sem opna útistiga, rampa og ytri tæknibúnað, samkvæmt uppdr. Arkís arkitekta ehf. dags. 20. október 2017. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Svar

Vísað til umhverfis-og skipulagsráðs
Komi til auglýsingar á breytingu deiliskipulagi, þarf umsækjandi áður að greiða skv. 7.5. gr. gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu nr. 1193/2016.

110 Reykjavík
Landnúmer: 111042 → skrá.is
Hnitnúmer: 10020082