breyting á deiliskipulagi
Óðinsgata 8B
Síðast Vísað til Skipulags- og samgönguráðs á fundi fyrir 6 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 589
10. júní, 2016
Samþykkt að grenndarkynna
Fyrirspurn
Lögð fram umsókn Páls V Bjarnasonar ark. f.h. Dags B. Eggertssonar, mótt. 7. júní 2016, varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.180.3 vegna lóðar nr. 8B við Óðinsgötu. Í breytingunni felst að skilgreindur er nýr byggingarreitur vestan við húsið fyrir sólstofu á 1. hæð, samkvæmt uppdrætti Teiknistofu arkitekta Gylfa Guðjónssonar og félaga ehf., dags. 8. júní 2016.
Svar

Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu að óverulegri breytingu á deiliskipulagi fyrir hagsmunaaðilum að Spítalastíg 8 og 10 og Óðinsgötu 8 og 8a.
Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir grenndarkynningu áður en kynning fer fram samkv. 7. 6.gr. gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1111/2014.