breyting á deiliskipulagi
Öskjuhlíð
Síðast Vísað til Skipulags- og samgönguráðs á fundi fyrir 1 ári síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 884
15. september, 2022
Vísað til Skipulags- og samgönguráðs
Fyrirspurn
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Umhverfis- og skipulagssviðs dags 13. júní 2022, varðandi breytingu á deiliskipulagi Öskjuhlíðar. Í breytingunni felst afmörkun deiliskipulags aðlöguð að deiliskipulagsmörkum Háskólans í Reykjavík og nýr göngustígur á horni Nauthólsvegar og Flugvallarvegar. Einnig lagður fram uppdr. Landmótunar dags. 22. júní 2022. Tillagan var auglýst frá 21. júlí 2022 til og með 2. september 2022. Eftirtaldir sendu athugasemdir: Flugbjörgunarsveitin Reykjavík dags. 1. september 2022. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 8. september 2022 og er nú lagt fram að nýju.
Svar

Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs.