breyting á deiliskipulagi
Frakkastígsreitur 1.172.1
Síðast Vísað til Skipulags- og samgönguráðs á fundi fyrir 4 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 748
25. október, 2019
Annað
465131
456816 ›
Fyrirspurn
Lögð fram umsókn Zeppelin ehf. dags. 26. júní 2019 um breytingu á deiliskipulagi reits 1.172.1, Frakkastígsreits, vegna lóðanna nr. 33, 35 og 37 við Laugaveg og 4 við Vatnsstíg. Í breytingunni felst að húsin á Laugavegi verði gerð upp í upprunalegri mynd, heimilað verði að rífa Laugaveg 33A, húsin við Laugaveg 35 verði hækkuð um eina hæð og timburhús lengt til austurs, heimilað verði að byggja á baklóð, gamalt timburhús verði flutt og nýlegt steinhús rifið og nýtt hús reist í staðinn, timburhúsið við Vatnsstíg 4 verði rifið og byggt nýtt hús í staðinn ásamt breytingum á lóðarstærðum samkvæmt uppdrætti Zeppelin arkitekta ehf. dags 28. júní 2019, lagfært 22. ágúst 2019. Einnig er lagt fram umboðsbréf og rökstuðning fyrir hóteli ásamt mæli- og hæðarblaði. Einnig er sótt er um breytingu á deiliskipulagi lóða númer 33, 35 og 37 við Laugaveg og Vatnsstíg 4. Gert er ráð fyrir að húsin á Laugavegi verð gerð upp, nema hvað heimilað verði að rífa Laugaveg 33a. Húsin á Laugvegi 35 verði hækkuð um eina hæð og timburhús lengt til vesturs. Einnig verði heimilað að byggja á baklóð. Gamalt timburhús á baklóð Laugavegs 37 verði flutt og nýlegt steinhús rifið. Í þeirra stað verði reist nýtt hús. Timburhúsið á Vatnsstíg verði rifið og nýtt byggt í þess stað. Gerðar verða breytingar á lóðastærðum. Einnig er lagt fram álit Minjastofnunnar dags. 9. ágúst 2019. Jafnframt er lagður fram tölvupóstur Önnu Sigríðar Jóhannsdóttur og Knúts Bruun dags. 24. október 2019 þar sem óskað er eftir framlengingu á athugasemdarfresti.
Svar

Samþykkt að framlengja athugasemdarfrest til 14. nóvember 2019, sbr. tölvupóst dags. 24. október 2019.