breyting á deiliskipulagi
Frakkastígsreitur 1.172.1
Síðast Vísað til Skipulags- og samgönguráðs á fundi fyrir 4 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 765
13. mars, 2020
Vísað til Skipulags- og samgönguráðs
Fyrirspurn
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Zeppelin ehf. dags. 26. júní 2019 um breytingu á deiliskipulagi reits 1.172.1, Frakkastígsreits, vegna lóðanna nr. 33, 33A, 33B, 35 og 37 við Laugaveg og 4 við Vatnsstíg. Í breytingunni felst að húsin á Laugavegi 33, 33B og 35 verði gerð upp í upprunalegri mynd, heimilað verði að rífa Laugaveg 33A, húsin við Laugaveg 35 verði hækkuð um eina hæð, timburhúsið að Laugavegi 35 verði lengt til austurs og leyft verði að byggja fjórlyft hús á baklóð. Húsið að Laugavegi 37, sem stendur við götu helst óbreytt, en gert er ráð fyrir að gamalt timburhús á baklóð Laugavegs 37 verði flutt, nýlegt steinhús á baklóð rifið og nýtt hús, þriggja hæða með kjallara, reist í staðinn. Einnig er gert ráð fyrir að timburhúsið við Vatnsstíg 4 verði rifið og nýtt hús, þrjár hæðir með tveggja hæða risi, byggt í staðinn. Deiliskipulagið heimilar byggingu bílageymslu undir þeim hluta lóðanna, þar sem ekki standa friðuð hús. Breytingar verða á lóðarstærðum samkvæmt deiliskipulagsuppdr. Zeppelin arkitekta ehf. dags 28. júní 2019, síðast br. 13. mars 2020 og skýrinngaruppdr. dags. 28. júní 2019, lagf. 22. ágúst 2019. Einnig er lagt fram umboðsbréf og rökstuðningur fyrir hótelstarfsemi, ásamt mæli- og hæðarblaði og mat og úrskurður Minjastofnunar Íslands dags. 9. ágúst 2019. Jafnframt er lagður fram tölvupóstur Önnu Sigríðar Jóhannsdóttur og Knúts Bruun dags. 24. október 2019 þar sem óskað er eftir framlengingu á athugasemdarfresti. Tillagan var auglýst frá 23. september 2019 til og með 14. nóvember 2019. Eftirtaldir sendu athugasemdir: Kristinn B. Ragnarsson f.h. Perla Properties ehf. dags. 8. október 2019, Ásmundur Hrafn Sturluson frá Kurt og Pí dags. 30. október 2019, Direkta lögfræðiþjónusta og rágjöf f.h. Gylfa Björnssonar og Önnu Þóru Björnsdóttur dags. 1. nóvember 2019, Lena G. Hákonardóttir dags. 3. nóvember 2019, Valgerður Árnadóttir dags. 4. nóvember 2019, Benóný Ægisson f.h. Íbúasamtaka Miðborgar Reykjavíkur dags. 4. nóvember 2019, Eva María Þórarinsdóttir Lange dags. 4. nóvember 2019, Birna Hrönn Björnsdóttir dags. 4. nóvember 2019, LMB Mandat lögmannsstofa f.h. Péturs Jónassonar og Hrafnhildar H. Guðmundsdóttur eigendur íbúðar með fastanr. 222-2958 og Nýhafnar 3-7 ehf. eiganda íbúðar með fastanr. 222-2956 dags. 8. nóvember 2019, Karl Mikli ehf., Knútur Bruun, Anna Sigríður Jóhannsdóttir og Hilmar Einarsson dags. 12. nóvember 2019 og Lögfræðistofa Reykjavíkur f.h. Karls Mikla ehf. dags. 13. nóvember 2019. Einnig er lögð fram umsögn Þjóðkirkjunnar dags. 7. október 2019. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 22. nóvember 2019 og er nú lagt fram að nýju.
Svar

Vísað til skipulags- og samgönguráðs.