breyting á deiliskipulagi
Vagnhöfði 29
Síðast Vísað til verkefnisstjóra á fundi fyrir 1 viku síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 884
15. september, 2022
Vísað til verkefnisstjóra
Fyrirspurn
Lögð fram umsókn UNDRA ehf. dags. 2. september 2022 ásamt greinargerð dags. 5. september 2022 um breytingu á deiliskipulagi Ártúnshöfða iðnaðarsvæðis vegna lóðarinnar nr. 29 við Vagnhöfða. Í breytingunni sem lögð er til felst að núverandi byggingar á lóðinni verði fjarlægðar og í staðinn verði byggð 7 hæða bygging þar sem tvær efstu hæðirnar verða inndregnar að stórum hluta. Aðkoma að byggingunni verður bæði frá göturýminu og inngarðinum, samkvæmt deiliskipulags- og skýringaruppdráttum (6 stk) UNDRA ehf. dags. 5. september 2022.
Svar

Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.
Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1551/2021.

110 Reykjavík
Landnúmer: 110643 → skrá.is
Hnitnúmer: 10025317