(fsp) svalir
Skógarhlíð 22
Síðast Synjað á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 738
9. ágúst, 2019
Vísað til Skipulags- og samgönguráðs
Fyrirspurn
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Hornsteina arkitekta ehf. mótt. 1. desember 2016 varðandi breytingu á deiliskipulagi Skógarhlíðar vegna lóðarinnar nr. 22 við Skógarhlíð. Í breytingunni felst að að skilgreina notkun lóðarinnar undir íbúðabyggð og heimila uppbyggingu húsnæðis sem tekur mið af formgerð Þóroddsstaða. Heimilt verði að byggja allt að 18 íbúðir á lóðinni, að hámarki 6 íbúðir í núverandi húsi (Þóroddsstöðum) og að hámarki 12 íbúðir í nýbyggingunni, samkvæmt deiliskipulags- og skýringaruppdr. Hornsteina arkitekta ehf. dags. janúar 2018. Einnig er lögð fram drög að greinargerð, ódags., umsögn Borgarsögusafns Reykjavíkur dags. 28. mars 2017 og umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 8. maí 2017. Tillagan var auglýst frá 26. mars 2018 til og með 7. maí 2018. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Anna Úrsúla dags. 26. mars 2018, undirskriftarlisti 12 aðila dags. 7. maí 2018 og Veitur dags. 7. maí 2018. Einnig er lagt fram bréf Karim Askari forstjóra stofnunar múslima á Íslandi dags. 6. apríl 2018. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 22. júní 2018. Jafnframt er lagður fram tölvupóstur Skipulagsstofnunar dags. 6. maí 2019 þar sem stofnunin áréttar að þar sem ekki er möguleiki á að birta auglýsingu um gildistöku skipulagsins innan árs frá því að skipulagsfresti lauk (sbr. 2. mgr. 42. gr. Skipulagslaga) þarf það að fara aftur í gegnum samþykktir og auglýsingu sbr. 41. gr. Tillagan var auglýst að nýju frá 31. maí 2019 til og með 12. júlí 2019. Eftirtaldir sendu athugasemd/umsögn: Veitur ohf. dags. 12. júlí 2019. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 19. júlí 2019 og er nú lagt fram að nýju.
Svar

Vísað til skipulags- og samgönguráðs.

105 Reykjavík
Landnúmer: 178936 → skrá.is
Hnitnúmer: 10083856