breyting á skilmálum deiliskipulags
Sigtún 38
Síðast Vísað til Skipulags- og samgönguráðs á fundi fyrir 6 árum síðan.
Aðilar sem vísað er í
Skipulagsfulltrúi nr. 653
13. október, 2017
Vísað til Skipulags- og samgönguráðs
Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 1. september 2017 var lögð fram umsókn Björns Skaptasonar, mótt. 21. ágúst 2017, varðandi breytingu á skilmálum deiliskipulags fyrir lóðina nr. 38 við Sigtún. Í breytingunni felst að byggingarmagn bifreiðageymslu er leiðrétt/aukið innan byggingarreits neðanjarðar og núverandi byggingarmagn er leiðrétt, samkvæmt tillögu Atelier arkitekta slf., dags. 21. ágúst 2017, breytt 27. september 2017. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju.
Svar

Vísað til umhverfis-og skipulagsráðs
Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir óverulega breytingu á deiliskipulagi á grundvelli málsmeðferðar skv. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga skv. 8.2. gr. gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1193/2016, áður en breytingin er auglýst í B- deild Stjórnartíðinda.