breyting á skilmálum deiliskipulags
Sigtún 38
Síðast Vísað til Skipulags- og samgönguráðs á fundi fyrir 6 árum síðan.
Aðilar sem vísað er í
Skipulagsfulltrúi nr. 545
3. júlí, 2015
Annað
Fyrirspurn
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Íslandshótels hf. dags. 28. apríl 2015 varðandi breytingu á deiliskipulagi lóðanna nr. 38 og 40 við Sigtún. Í breytingunni felst að lóð nr. 38 er stækkuð og heimiluð er aukin uppbygging hótels á henni og lóð nr. 40 er minnkuð og heimiluð er uppbygging íbúðarhúsa í sex byggingum á henni í stað gróðurskála. Skrifaðir eru nýir sérskilmálar fyrir báðar lóðirnar miðað við breytta uppbyggingu. Einnig eru lagðir fram uppdrættir Atelier Arkitekta slf. dags. apríl 2015. Tillagan var auglýst frá 29. maí 2015 til og með 10. júlí 2015.. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Helga Ágústsdóttir dags. 3. júní 2015, Jón Viðar Gunnarsson dags. 4. júní 2015 og Salvör Gissurardóttir dags. 11. júní 2015,
Einnig lögð fram umsögn hverfisráðs Laugardals, dags. 23. júní 2015.
Svar

Bréfi hverfisráðs Laugardals dags. 23. júní 2015 er vísað til umsagnar skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar sbr. c-lið. Óskað er eftir að umsögn berist skipulagsfulltrúa innan 2. vikna.