(fsp) nýta bílastæði sem geymslu
Tryggvagata 14
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 581
15. apríl, 2016
Vísað til Skipulags- og samgönguráðs
Fyrirspurn
Á fundi skipulagsfulltrúa 11. mars 2016 var lögð fram umsókn Sigurðar Halldórssonar f.h. Tryggvagötu ehf., mótt. 3. mars 2016, varðandi breytingu á skilmálum deiliskipulagi reits 1.132.1, Naustareits, vegna lóðarinnar nr. 14 við Tryggvagötu. Í breytingunni felst að gerð er krafa um eitt bílastæði á hverja 130 m2 A rýma fyrir atvinnustarfssemi. verði ekki unnt að koma fyrir á lóðinni þeim fjölda bílastæða sem kröfur eru gerðar um skal heimilt að greiða fyrir þau stæði sem á vantar, samkvæmt tillögu Glámu/Kím ehf., dags. 2. mars 2016.
Svar

Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs.
Vakin er athygli umsækjanda á að erindið fellur undir gr. 7.5 í gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1111/2014.

101 Reykjavík
Landnúmer: 100212 → skrá.is
Hnitnúmer: 10023712