Niðurrif - 95 og 97
Laugavegur 95-99
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 6 árum síðan.
Aðilar sem vísað er í
Skipulagsfulltrúi nr. 591
1. júlí, 2016
Samþykkt
Fyrirspurn
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Ólafar G. Valdimarsdóttur f.h. Rita og bóka ehf., mótt. 5. apríl 2016, varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.174.1 vegna lóðarinnar nr. 95-99 við Laugaveg. Í breytingunni felst að á lóðinni verði heimil verslunar- og þjónustustarfstarfsemi í samræmi við Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030 þ.m.t. almenn skrifstofu starfsemi og hótelþjónusta fyrir gististað í flokki V, en auk þess er heimilt að á eftri hæðum verði starfsemi gististaðar, skrifstofur eða íbúðir. Jafnframt eru heildarskilmálar settir fyrir lóðina auk þess að B og C rýmum er bætt inn í heildarflatarmál, heimilt verður að fullnýta gildandi deiliskipulagheimildir við Laugaveg auk þess að heimilt verður að stækka 4. hæð yfir bakbyggingu við Laugaveg allt að 1,5 metra frá útvegg o.fl., samkvæmt uppdr. Plan 21 ehf., dags. 5. apríl 2016. Erindi var í auglýsingu frá 13. maí til 24. júní 2016. Engar athugasemdir bárust.
Svar

Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar

101 Reykjavík
Landnúmer: 210318 → skrá.is
Hnitnúmer: 10018228