Mhl.01 - Breytingar - Lyfta, gluggar, gólf risi o.fl.
Laugavegur 31
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 813
19. mars, 2021
Annað
Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 12. mars 2021 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 9. mars 2021 þar sem sótt er um leyfi til þess að breyta innra skipulagi, sem felst m.a. í að endurnýja lyftu, bæta snyrtiaðstöðu, fjarlægja létta innveggi og gólf milli 4. hæðar og rishæðar auk þess sem gluggar eru endurnýjaðir, þakgluggum er bætt við, kvistir eru stækkaðir og svalir settar á norðurhlið efstu hæðar og bætt er við svölum á norðurhlið efstu hæðar skrifstofuhúss , mhl.01, á lóð nr. 31 við Laugaveg. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 18 mars 2021.
Stækkun: x.xx ferm., x.xx rúmm. Erindi fylgir greinargerð Verkfræðistofu Reykjavíkur um breytingar á burðarvirki dags. 1. mars 2021, greinargerð verkfræðistofunnar Örugg um brunahönnun dags. 2. mars 2021, bréf frá hönnuði dags. 2. mars 2021. og skýringarmynd 002 útg. B00 dags. 1. mars 2021. Gjald kr. 12.100
Svar

Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 18. mars 2021, samþykkt.

101 Reykjavík
Landnúmer: 101429 → skrá.is
Hnitnúmer: 10017537